Wednesday, September 26, 2007

Byrjunarerfiðleikar

Já, þetta haustið ætla ég að verða eitthvað tregari í gang en vanalega. Það hefur verið erfitt að trekkja sig í gang þetta haustið. Eflaust er það vegna þess að sumarið var svo einstaklega gott. Það á kannski að banna það að sumarið sé of heitt, gott, þægilegt og skemmtilegt! Þar sem það það gerir það svo miklu erfiðara fyrir okkur að snúa aftur til vinnu.

Ég finn stundum til með "venjulega" fólkinu, sem að vinnur eins og skepnur og fær 4-5 vikur í sumarfrí á ári, á meðan við kennarar erum í fríi í 8-9 vikur yfir sumartímann. Það er ekkert smá lúxus, skal ég segja ykkur. En ég skal lofa ykkur því að ég nýt sumarfrísins mín allan tímann og alveg út í æsar alveg rosalega mikið. Svo mikið að ég hlakka til þess að njóta þess á ný!!

Og þá vil ég gjarnan fá eins gott sumarfrí eins og ég átti í sumar, það væri draumur!!!!!!!!!!!!!

5 Comments:

At 10:21 AM, Blogger Freyr said...

Ég hef oft spáð í því hvort það sé ekki hálfgerð vitleysa að taka allt frí manns í einu. Ég væri til í að prófa að dreifa fríinu jafn yfir allt árið. Til dæmis... hvernig væri það að vera alltaf í fríi á miðvikudögum? Þá er alltaf "helgi" annaðhvort að byrja eða enda, og maður hefur heilan dag í hverri viku til að bardúsera.

 
At 11:45 AM, Blogger Helga'Netta said...

Þetta er snilldar hugmynd Freysi, væri svoooo til í að vera með svona viku. Þá nær maður líka að gera sumt af þessum hlutum sem aðeins er hægt að gera á virkum dögum og þannig.
Við stefnum að því að þetta verði vinnuvikan okkar a næsta ári...

 
At 1:33 PM, Anonymous Anonymous said...

Helv. VR voru með fund í hádeginu áðan þ.e. áður en ég las þetta. Hefði pottþétt tekið þetta upp og látið þá berjast fyrir þessu.

Andrés "venjulegi", þessi sem vaknar á sumrin þegar þú sefur út ; - )

 
At 10:29 PM, Anonymous Anonymous said...

Heyr, heyr! Frábær hugmynd Freysi.
Kv. Linda

 
At 12:07 PM, Anonymous Anonymous said...

Jæja, þó þú sért rosalega mikið inni á "MyFace" þá þigg ég nú alvega að fá svona eitt og eitt blogg. Við erum svo lítið saman þessa dagana, gott að fylgjast með þér í gegnum bloggið ; - )
Andrés

 

Post a Comment

<< Home