Monday, September 10, 2007

Matarást

Eins og þeir sem þekkja mig vita þá er ég mikil matarmanneskja. Ég myndi ekki alveg kalla sjálfa mig sælkera því að ég geri eiginlega ekki mikinn greinarmun á mat, ég einfaldlega fíla hann allan!
Þegar ég var yngri var ég ekkert fyrir það að vera að prófa neitt allt of furðulegan mat, en í dag er ég ekkert svo erfið með þetta. Ég hef aldrei lent kannski í neitt allt of furðulegum réttum, engar lirfur né kakkalakkar ennþá en snákavín, strútar, súrsaðar og saltaðar plómur, soja þurrkaðir smáfiskar og súrsaðir hrútspungar(sem eru í sérlegu uppáhaldi hjá mér) hafa allir runnið niður og flestir með ánægju.
Matreiðsluþættir eru líka í miklu uppáhaldi hjá mér. Því miður eru ekki margir þættir fyrir mig að velja úr núna, þar sem ég er hvorki með stöð 2 né fjölvarpið. En það er einn þáttur sem er nýbyrjaður á skjá einum sem ég er búin að vera að kíkja á, Giada's everyday italian. Ég var með massíva fordóma þegar ég sá fyrsta þáttinn sérlega fyrir það að konan sem sér um þáttinn, hún Giada, er allt of grönn. Ég er á því að kokkar eigi eiginlega ekki að vera of grannir. Það er í lagi að þeir séu fit og allt það, en þessi unga kona er eins og spíta. Ekki mikil meðmæli með matnum hennar í minni bók. Og í öðru lagi fannst mér það sem hún var að elda full basik fyrir hinn almenna áhorfanda..... Fólkið sem sat með mér og glápti líka benti mér á að hætta þessu tuði og að líklega væri einmitt fínn markaður fyrir einmitt einfaldan og basik mat og svo sögðu þau mér að halda kJ.... og prufa þetta bara sjálf áður en ég færi að dæma matreiðsluna. Auðvitað fór ég eftir þeim tilmælum og prufaði eina uppskriftina, sem var að einföldu salati með túnfiski, kapers, kjúklingabaunum, rauðlauk og fleiru. Og viti menn, það var alveg ofsalega gott!! Þannig að nú fylgist ég með henni Giödu og með ánægju.
Og matarástin endar ekki hér. Reglulega fæ ég óstjórnlega þörf til þess að elda heilmikla máltíð. Þá er ég að meina máltíð sem er annað hvort þess eðlis að ég er að læra eitthvað nýtt og gott og geri þá allt frá grunni, líkt og í góða sushi veislu. Margrétta máltíðir þar sem þarf að plana matseðilinn frá grunni, þannig að hann allur harmonerar. Eða smárétta veislur, en af þeim held ég upp á tapasklikkunina sem var á Júróvisjón og indversku kvöldin sem tóku öll meira en heilan dag til þess að framkvæma, en var meira en þess virði.
Já, matur matur matur. Mmmmmm ég verð bara svöng af þessu skrifi....

4 Comments:

At 10:46 PM, Anonymous Anonymous said...

Mmmmmmmm, ég er líka orðin svöng eftir að hafa lesið þessa færslu........
Hlakka til að sjá þig á miðvikudaginn!
Kv. Linda

 
At 10:42 AM, Anonymous Anonymous said...

mmmmmmmmmmmmmm....
Ég hlakka til að koma á miðvikudaginn!! ;)

Kerla

 
At 10:52 AM, Anonymous Anonymous said...

Vá hvað ég var svöng af að lesa þessi skrif, sem betur fer stuyttist í hádegismatinn. Það er eins og mig minni að talað hafi verið um paellu kvöld sem ég hafi mátt vera með í við tækifæri, síðasta myndin kveikir óskaplega í löngun í það!

Björkí.

 
At 7:34 PM, Blogger Helga'Netta said...

jamm pælu kvöld, við þurfum að fara að finna tíma....

 

Post a Comment

<< Home