Friday, May 04, 2007

JÚRÓVISJÓN

Oooo hvað það er gaman þessa dagana. Mér finnst svo gaman að fylgjast með skandinavísku dómnefndinni sem hefur komið saman á föstudögum undanfarið. Það hefur verið ágætis magaæfing að hlæja að athugasemdum þeirra og dómum um sum lögin. Hm.... og svo styttist í stóru stundina sjálfa. Ég vona svo innilega að íslenska lagið komist áfram í keppnina á laugardeginum við íslendingar eigum það svo sannarlega skilið eftir öll þessi ár. Ef allt fer til andskotans eins og vanalega er ég búin að velja mér lönd til þess að halda með, Þýskaland og Svíþjóð.

Til þess að halda í hefðirnar munum við hjónin opna hús okkar fyrir gestum laugardagskvöldið 12. maí. Viljum við gjarnan sjá sem flesta, sama hvað þeir hafa kosið í alþingiskosningunum fyrr um daginn eða ætla að kjósa um kvöldið. Fólk mætir endilega bara snemma með sín drykkjarföng og góða skapið og jafnvel sundföt ef fólk er í stuð til þess að fara í pottinn. Höldum upp á júróvisjón saman.....það er svooo gaman!!!!

4 Comments:

At 1:52 PM, Anonymous Anonymous said...

Frábært framtak, við hjónin mætum á laugardaginn fír og flamme!

Grézi

 
At 12:47 AM, Blogger Freyr said...

Vildi ég gæti verið þar, skemmtið ykkur :)

p.s.
http://blog.waywarddiamonds.com/

 
At 11:54 PM, Anonymous Anonymous said...

Hæ, hæ, takk fyrir gott boð. Við verðum með gesti þannig að ég mæti því miður ekki, en góða skemmtun hjá ykkur!

 
At 1:11 PM, Anonymous Anonymous said...

Ég treysti því að þýska lagið fái ykkar atkvæði! Ég get því miður ekki kosið það með þýska símanum mínum.

Annars fer nú ekki mikið fyrir þessari keppni hér í muc. Það tók mig hálfan dag að finna sjónvarpsstöð sem sýndi forkeppnina. Svo þegar hún loksins fór í gang þá var þulurinn álíka skemmtilegur og Bogi Ágústsson að lesa kvöldfréttirnar... Það kom ekki svo mikið sem einn brandari frá honum, enda var þetta grafalvarlegt mál.

Góða skemmtun í kvöld.

Brynjar

 

Post a Comment

<< Home