Monday, July 09, 2007


Jamm, sumarið er nánast hálfnað. Rosalega líður tíminn hratt.Ferðin til Benidorm var æði. Benidorm var skemmtilegri staður en ég átti von á, nóg að gera og sjá. Við vorum lika dugleg, fórum að skoða húsið sem foreldrar Andrésar áttu þarna rétt hjá, skoðuðum Calpe og Alicante og lentum í skemmtilegum hátíðum.

Afmælið hans afa var stórglæsilegt, það var byrjað á Champagne-breakfast, svo var farið í smá siglingu og um kvöldið var farið á geggjaðan veitingastað. En þessi ferð var frábær, félagsskapurinn æðislegur, brandaramet slegin og gaman að hanga svona saman. Við vonum bara að við höfum ekki skemmt litla frænda neitt mikið......

Þegar heim var komið beið okkar garð-, málningar- og málningarvinna. Byrjað var að mála pallinn, enda veitti það nú ekki af og svo varð að gera eitthvað í garðinum og svo þegar allt það er búið þurfum við að mála húsið.
Það virðist nú ekki verða líklegt að við getum hafið málningarvinnuna á húsinu, þar sem við nágranarnir virðumst ekki geta fundið sameiginlegan gráan lit. Það er alveg ótrulegt hvað margir gráir litatónar eru til...... En við höldum bara áfram að leita að litnum og á meðan málum við hús nágrannans í litaprufunum, það lítur orðið ansi skemmtilega bútasaumað út.
En þetta er svo gaman....

1 Comments:

At 7:27 PM, Blogger Fjóla Dögg said...

Velkomin heim sætu hjón!

 

Post a Comment

<< Home