Wednesday, November 28, 2007

New York, New York

Ég fann það síðasta haustið 2006, að það er alveg nauðsynlegt að hafa eitthvað til þess að hlakka til. Einhverja stóra gulrót til þess að hugsa til þegar manni finnst eins og erfiður dagur ætli aldrei að enda.
Haustið 2006 pöntuðum við ferðina til Hong Kong og eftirvæntingin fleytti manni áfram á bleiku skýi fram að brottför. Upplifunin af ferðinni gerði veturinn og vorið einnig yndislegt.

Ég fann í haust að ég saknaði þessa æsings alls. Var meir að segja farin að tékka hvort að maður gæti ekki bara stokkið eitthvað í burtu núna um jólin. En ég vil gjarnan eyða þessum jólum á Fróni, þetta sinnið, útiloka ekki að einhvern tíman í framtíðinni verði maður á suðurhveli eða að rölta Kínamúrinn á Jóladag.
Þannig að þegar ég fékk gjöf um daginn, ferð til New York, þá lifnaði sko aldeilis yfir hjarta mínu.
Við fórum síðast til New York í brúðkaupsferðina og sú ferð var yndisleg! Mér finnst þessi borg himnesk og væri alveg til í að hanga þarna sem mest.
Í þetta skiptið ætlum við að vera í viku, heila viku!

5 Comments:

At 4:14 AM, Anonymous Anonymous said...

Oi, achei seu blog pelo google está bem interessante gostei desse post. Gostaria de falar sobre o CresceNet. O CresceNet é um provedor de internet discada que remunera seus usuários pelo tempo conectado. Exatamente isso que você leu, estão pagando para você conectar. O provedor paga 20 centavos por hora de conexão discada com ligação local para mais de 2100 cidades do Brasil. O CresceNet tem um acelerador de conexão, que deixa sua conexão até 10 vezes mais rápida. Quem utiliza banda larga pode lucrar também, basta se cadastrar no CresceNet e quando for dormir conectar por discada, é possível pagar a ADSL só com o dinheiro da discada. Nos horários de minuto único o gasto com telefone é mínimo e a remuneração do CresceNet generosa. Se você quiser linkar o Cresce.Net(www.provedorcrescenet.com) no seu blog eu ficaria agradecido, até mais e sucesso. If is possible add the CresceNet(www.provedorcrescenet.com) in your blogroll, I thank. Good bye friend.

 
At 11:01 AM, Anonymous Anonymous said...

Hljómar ótrúlega spennandi að labba kínamúrinn einhvern jóladaginn,,,,, Góða skemmtun í NY baby,,,,mögnuð borg.
Elísabet

 
At 12:47 PM, Anonymous Anonymous said...

Elsku Helga og Andrés. Gleðileg Jól! Hafið það geggjað gott um hátíðirnar og vonandi var NY mögnuð vika. Verðum svo að fara að hafa smá Hong Kong hitting...
Knús knús Elísabet

 
At 6:29 PM, Anonymous Anonymous said...

Jæja, jæja, jæja :)

Gleðilegt nýtt ár sætulíngar og takk fyrir þau gömlu :)
Vil koma því á framfæri að ég er orðin töluvert þyrst og vil fá "hvítvíns athygli og spjall"... :)

Lov og knús
Eva Björk

 
At 2:42 PM, Anonymous Anonymous said...

Hæ, hæ kæra gamla vinkona.
Gleðilegt ár og takk fyrir þessi gömlu góðu. Ég var að skipta um vinnu og týndi slóðinni á blogsíðunni þinni! Mjög glöð að finna þig aftur - guð sé lof fyrir Google ;)
Rosalega væri gaman að hitta þig og spjalla. Við erum nú ekki svo langt frá hvor annarri... ;)
Bestu kveðjur,
Halla Dóra

 

Post a Comment

<< Home