Monday, January 31, 2005

Afmælið var frábært, takk fyrir allar kveðjurnar!!!!!
Ég fekk að sjálfsögðu fullt af góðum gjöfum og takk fyrir þær líka.

Það var ein sem mér fannst standa uppúr. Það var heildarútgáfan af öllum Bleiki Pardusinn myndunum! Þær eru alveg klikkaðar, ég var bara alveg búin að gleyma því. Fyrir svo utan það að það er maður að tala ensku með frönskum hreim þar allan tíman!!!!!! Ég er líka búin að vera gjöööörsamlega óþolandi, hermandi auðvitað eftir. Þeir sem hafa verið með mér í útlöndum þekkja það að ég tek að mér hreim íbúa landsins í hverju landi fyrir sig. Íslenska með frönskum hreim í Frakklandi, íslenska með þýskum hreim í Þýskalandi(sem er eiginlega bara að segja jaaa eftir öllu sem ég segi) og svo framvegis. Guði sé bara lof að ég hef aldrei komið til Skotlands!!??!!?!?!?!!!!!

En víkjum okkur nú aftur að gamanmyndunum! Búa verður auðvitað til lista yfir þær, líkt og ég hef gert um tónlist og eiginlega allt annað....þetta er að verða svona eins og í bókinni/myndinni High Fidelity. Bestu gamanmyndir allra tíma að mínu mati eru eftirfarandi (engin sérstök röð, bara eins og þetta kemur af kúnni(mér)):

The Pink Panther:A Shot in the Dark og The Pink Panther Strikes Again. Ekki það að ég sé að dissa hinar Pink Panter myndirnar, en þessar tvær standa upp úr. Það er atriði í The Pink Panther Strikes again með Clouseau, borði, biluðum stól og aðstoðarmanni með bindi sem er svoooo fyndið að ég get veinað úr hlátri í hvert skipti sem ég sé það. Bithcing tónlist líka, Mancini mania!

Dumb and Dumber Algjör snilld, kemur manni undantekningalaust í gott skap.

The Holy Grail, The Life of Brian og And Now for Something Compleatly Different. Monty Python eru alltaf geggjaðir. My kind of humour!! Ég get þulið allt of margar mínútur af þessu efni, góð og heilbrigð úrkynjun það.

When Harry met Sally. Algjör klassík. Stórhlægileg samtöl og yndisleg mynd!

Forget Paris. Líkt og þessi fyrir ofan, Billy Cristal finnst mér góður.

Shrek Svona húmor er bestur, einfaldur en sendir mann í algjört hláturskast.

The Big Lebouwsky Skemmtilega klikkuð mynd um ótrúlega karaktera.

Þetta er það sem kemur upp í huga mér núna, það eru auðvitað fleiri sem eru fínar, Austin Powers 3 af því þeir gera svo gott grín af Hollendingum, South Park myndin - sýra er alltaf góð, The Jerk og The Lonely Guy með Steve Martin, King Pin átti góða spretti sem og There's something about Mary. Nú man ég ekki meira.

Endilega benda mér á einhverjar góðar, ha, hef svooo gaman að liggja yfir góðri mynd, og þá helst í hláturkrampa!!!!

Wednesday, January 19, 2005

AFMÆLI.

Já, mér finnst tími til kominn að tala um þau. Þau eru snilld. Það eiga allir svoleiðis.

Þegar maður var ungur snérust þau eingöngu um pakka og súkkulaðikökur með kremi og hlaupköllum. Mér fannst mamma standa sig vel í afmælismálunum hérna í gamla daga. Hún var með á hreinu hvað átti að bjóða í svona teitum. Það var súkkulaðikakan(með miklu kremi nota bene), ricekrispieskökur og svo einhverjar rjómafrunsur fyrir eldra fólkið, þegar ég var lítil kunni ég ekkert að meta þann part, þeyttur rjómi, ojjjjjj. Gjafirnar voru líka kapituli, mjúkt var nónó, en sumir sem gáfu gjafir á þeim tíma voru ekki búnir að fá það MEMO frá mér, greinilega. Man samt ekki eftir mörgum gjöfum frá þessum tíma, jú dagbók frá Maggý frænku sem var hittari eitt árið, nótnastatíf frá mömmu og pabba.

Unglingaafmælin voru PizzaPizzaPizza og auðvitað pakkar.
Þau snérust samt eiginlega mest um að vera skemmtilegust. Alltaf allir að reyna að ganga í augun á öllum. Það varð að vera með bestu leikina og svo þegar þeir voru búnir, með bestu verðlaunin fyrir þá sem unnu bestu leikina. Allt of erfiður tími.

Þegar við vorum úti, var það bollabollabolla. Stóóóórhættulegt.
Þetta þýddi að boðið var í teiti, gjafirnar voru vín, sem var svo drukkið í teitinu. Sniðugt.
Boðið var upp á bollu, sem íslendingar vita að rennur ljúft niður í íslendinga, og þar sem Andrés sá um að brugga bolluna, var hún DEADLY. Þessi teiti urðu þar af leiðandi tveggja daga viðburður, þar sem fólkið sem drakk duglega af bollunni, þurfti einhverja hluta vegna að gista nóttina hjá okkur, þar sem það gat ekki lengur staðið, né setið og vart legið. Það var samt ekki slæmt, við skemmtum okkur alltaf vel og við þurftum aldrei að splæsa á þetta fólk morgunverði daginn eftir, þar sem enginn af þeim hafði snefil af matarlyst. Man einmitt eftir einu svoleiðis góðu, þar sem að Sveina vinkona í Gent lenti í því að sofa eiginlega bara á hörðu gólfinu, því við höfðum ekki rænu á því að setja tappann almennilega í vindsængina hennar, því jú það var einhver trompetleikari dáinn í rúminu hennar(Birkir Freyr). Hún var samt svoooo slök að hún fann ekkert fyrir því og var ekki meint af...!!?!?!??!!

Núna verður þetta í fyrsta skipti í langan tíma sem það verður ekkert teiti, heldur bara rólegt (æm gettíng sóóó óld, neeee þið fáið partý seinna promise). En það verður vöffluveisla á laugardagseftirmiðdaginn fyrir alla þá sem hafa löngun og magamál til að koma. Reyndar er betri helmingurinn minn búinn að bjóða mér út að borða á afmælisdaginn(sem er á föstudaginn, hint hint), hann veit hvernig hann á að heilla mig, með mat og víni.