Tuesday, July 26, 2005

Mikið ætlar þetta blessaða sumar að verða geðveikt! Það er búið að vera gott veður, búið að fara í góðar ferðir og svo núna síðast var að bætast enn ein rósin í hnappagat þessa góða sumars. Maðurinn minn er að verða þrítugur á fimmtudaginn. Til hamingju með það ástin mín!!! En foreldrar hans og systkini voru það sniðug að gefa honum SVEPP í afmælisgjöf. SVEPPUR er, fyrir ykkur sem ekki vitið, er úti hitatæki til þess að hafa á pöllum og öðrum svipuðum svæðum. Við erum búin að prufa hann, ekki mikið meira. Gerum samt fastlega ráð fyrir því að þetta lengi sumarið okkar um helling, því það kemur mikill hiti frá þessu. Aðfangadagskvöld, algjör óþarfi að borða inni, bara skella steikinni út á pall og borða þar undir SVEPPNUM. Og já, líka í partýum, þá verður sko óþarfi að skjálfa við að smuga á sígarettunum.....ónei, þá verður bara yljað sér undir SVEPPNUM, il sveppó!

Þangað til næst.....ætla ég að halda til úti á palli.

Monday, July 11, 2005

Jæja, þá er maður búinn að skoða Munchen. Það er eitthvað sem ég mæli bara fast með að flestir geri, sér í lagi ef bjóráhugi er mikill.
Borgin er líka falleg og iðaði öll af lífi á meðan við Andrés vorum þar í þessa 6 daga. Tilvalinn staður til þess að setjast að á og safna í eina væna bjórvömb.

Það var algjör tilviljun að við Andrés skelltum okkur til Germaníunnar. Við vorum búin að vera að leita af fullkominni afsökun til þess að stökkva upp í flugvél og bruna til Grétars og Bjarkar, og þegar KURRYKETSCHUP-in kláraðist var komin stórgóð ástæða til fararinnar til að fjárfesta í annarri. Því miður gleymdist að kaupa hana úti, held að þessi stórgóði bjór hafi nú eitthvað sljófgað huga okkar......

Það var æðislegt að fara að hitta hjónakornin, Grétar og Erlu Björk, í Muncen. Afskaplega mikið spjallað og rætt, sem er alltaf gaman. Þau eru snilldar gestgjafar og sýndi Erla Björk okkur borgina eins og innfæddum er einum lagið. Við skoðuðum höllina í miðborginni, og það er eitthvað sem ég mæli sko með....þvílíkt flott. Og að sjálfsögðu voru nokkrum bjórgörðum gerð skil.

Ég er mikið að pæla í því að fara út í ferðamannabransann eftir þessa ferð. Ætla að vera með svona "kulinair"ferðir. Etið og drukkið, yrði það eina sem gert yrði af viti í þeim ferðum. Og svo svona góða bjórferð, byrja í Belgíu og hita fólkið upp á belgískum/hollenskum bjórum og fara svo til Munchen og troða í fólkið þar Brezn(bretzel) og Augustiner........