Wednesday, March 29, 2006

Nýtt sófasett......ný stofa

Það er loksins búið að henda út Klippan-inum og fá inn þetta líka stóran og flottan sófa(sófa, stól og borð/skemil). Um síðustu helgi gátum við Andrés ekki lengur þolað við, við urðum að gera eitthvað í húsnæðismálum okkar. Síðan við fluttum inn höfum við eiginlega ekki gert mikið fyrir íbúðina okkar(við erum þó búin að setja flottar flísar og mála baðið, jú og mála húsið að utan) En það er þó ansi margt sem við erum ekki búin að gera, eins og að finna góða baðherbergisinnréttingu og flísaleggja baðið og við erum ekki heldur búin að parketleggja vinnuherbergið. En það kemur þó.

En eins og áður sagði þá sáum við Andrés þetta líka flottan sófa í Blaðinu, í auglýsingu frá Miru. Og við kolféllum og skelltum okkur á hann. Hann kom heim á mánudaginn og við drifum í því að henda Píanóinu inn í vinnuherbergi(takk Grétar, mamma og pabbi fyrir hjálpina) og svo var bara að rumpa gamla dótinu út. Farið var með gamla dótið í Sorpu. Mér til mikillar furðu vildu þeir í Góða Hirðinum ekki sjá Klippaninn......það var kannski kominn tími á að skipta honum út, ha, úr því Góði Hirðirinn vill hann ekki, ekki satt? En alla vega....stofan er orðin flott, bara eftir að skipta út sjónvarpsskápnum og skenknum og því og þá verðum við komin í góðan fílíng.

Og svo er eitt.......það er svoooooo gooootttt að liggja í nýja sófanum.....aaaarrggghhhhh.

Friday, March 10, 2006

Póker og hlaup! Hrærið varlega saman....

Já, ólíkir hlutir en samt hlutir sem flæddu inn á heimili mitt síðasta ár (pókerinn reyndar sumarið 2004 á Krít, nánar tiltekið, og allt Edda að kenna/þakka).

Póker! Ójá, þessi ósiðlegi fjáhættuleikur er kominn á heimili mitt með offorsi. Við hjónin gerum okkar besta að bjóða saklausum vinum, helst blautum bak við eyrun, til þess að rýja þau inn að skinni. Neinei, kannski erum við ekki svona miklir hákarlar en..... Pókerspilunin er reyndar upp á pening, ekki segja löggunni, en ekki eru þó verulegar upphæðir í gangi. Það er reyndar meira um sært stolt eftir hvert kvöld, frekar en sært veski. En alltaf gaman!!! Viljið þið vera með?

Hlaup! Já, þennan hlut hefur maður vísvitandi ekkert verið að tala um opinberlega, alla vega ekki við marga. Kannist þið ekki við það að vera með góða hugmynd í kollinum og tala hana svo til dauða, þannig að ekkert gerist í málunum. Þannig var ég hrædd um að þessi hugmynd endaði. Í febrúar 2005 ætlaði mín sko að taka sig á og verða tannstöngull fyrir brúðkaupið sitt. Fór að sjálfsögðu og keypti kort í líkamsrækt og hét sjálfri sér að nú yrði sko eitthvað gert í málunum. Eins og flestir vita og kannski sáu, gerðist nú ekki mikið(lesist ekkert). En í Júlí, alveg upp úr þurru fór mín að fara að hlaupa með Birtuna(Il Voffó). Og viti menn, þar var einhver fýkn sem ég var ekki búin að ánetjast, en er búin að því núna. Ég er búin að vera að hlaupa í 8 mánuði núna og er komin í pakkann, farin að spá í réttu skónum, elektrolíðadrykkjunum, lesandi hlaupabækur og haldandi utan um hraða og lengdarmet eins og vitleysingur. Ég fer oft í viku og reyni að fara ekki skemur en 5 kílómetra í hvert skipti. Og hana nú!!!! Nú er ég búin að hneyksla svo marga, held ég... Ég minnist nú bara saumaklúbbar um daginn þar sem hlaupaumræðan bar á góma og ég sökk niður í sæti mínu og þorði ekki að verja umræðurnar.....en nú er ég komin út úr skápnum.......JÁ, ÉG ER HLAUPARI!!!