Saturday, July 12, 2008

Bréf til Hetju

Í dag er stór dagur. Hamingjan fólgin í því að ná að ganga án hjálpar í smá stund er ómetanleg. Eitthvað sem hefur ekki verið hægt í svo langan tíma.
Takmarkið sem er sett er að komast út (af spítalanum á morgun, í raun kannski á þriðjudag-miðvikudag). Og að fara í útilegu..... Já, útilegu.

Já það yrði sigur að fá hann heim, það er satt. Hann er orðinn drullu þreyttur á því að vera þarna fastur inni, sérstaklega þegar það er svona gott veður. Það fer vonandi að leysast.

Á morgun á ég von á því að það verði ennþá stærri dagur. Kannski liggur hann í því að það er orka fram yfir kl 3 eða betri svörun í hægri hlið. Ég bið ekki um meira.

1 Comments:

At 10:01 AM, Anonymous Anonymous said...

elsku Helga mín. Mér er hugsað til þín.... gangi ykkur rosalega vel og knúsaðu hann pabba þinn frá mér.

Sveinhildur*

 

Post a Comment

<< Home