Monday, September 27, 2004

búhú
vinir að flytja frá mér(þetta er eigingjarna útgáfan)
búhú
vinir að fara erlendis að víkka sjóndeildahringinn(þetta er pollýönnu útgáfan)
búhú
vinir að fara út til að vera með svefnpláss fyrir mig þegar ég kem út í heimsókn(annað twist af eigingjörnu útgáfunni)
búhú
vinir að flytja í land bjórsins....það er nú bara ekkert búhú(já ég er roooosalega eigingjörn)

Þetta er smá lament fyrir Grétar og Björk...

Megi Munchen taka ykkur opnum örmum
megi bjórinn flæða sem vatn
megi bratwurst metta ykkur daga og nætur
og væn klípa af sauerkreut og bretzel

Ég öfunda ykkur í klessu og verð mætt í heimsókn áður en þið vitið af....

Tuesday, September 07, 2004

hæhæhæ....

Þetta var sko klikkað sumar. Þvílíkur hiti, þvílíkur sviti....
Og svo, að enda sumrið á Krít, þvi mæli ég sko með.

Ég er alveg hugfangin af þessarri eyju, yndislegt fólk, klikkaður matur(bætti á mig 4 kílóum úti......) og ótrúleg náttúrufegurð á einum stað. Svo eyðilagði það sko ekki fyrir að vera með góða ferðafélaga. Ég lærði póker......og verð nú bara að segja sjálf að ég er ekki neitt svoooo léleg í póker, er allavega í góðum gróða eftir ferðina huhuhuhummmmm. Ég uppgötvaði nýja hluti, eins og hvernig sjálfskiptar geitur hljóma....bíúúúúböööö!!!

Nú er maður bara kominn aftur heim, í puðið og streðið. Kenna í öllum sveitarfélögum og yfir höfuð vera að reyna að lemja visku í "börnin" mín. Annars er lífið bara goooooooottt.

Fyrir þá sem geta hjálpað til við að gera það ennbetra (með djammi, skemmtilegheitum og öðru skemmtilegu sem það dettur í hug) endilega látið í ykkur heyra........

músímúsí
Helga.