Monday, July 31, 2006

Gautaborg og Kaupmannahöfn

Og þá er það ferð númer tvö.

Við lögðum af stað 24 júní, öll 40!! Og þá er ég að tala um hljómsveit, stjórnanda, kennara, fararstjóra og aðrar grúppíur. Allt gekk vel fyrir sig, ferðin áfallalaust, enginn rændur, enginn týndi neinu og aðeins einn lasinn(held reyndar að það hafi bara verið út af spenningi). Fyrstu nóttinni eyddum við á Helsingjaeyri í geggjuðu farfuglaheimili með einkaströnd og alles. Daginn eftir keyrðum við restina af leiðinni til Gautaborgar.

Aðstaðan í Gautaborg var góð, þó svo að þröngt hefðu sáttir mátt sofa. Reyndar verð ég líka að benda á afar nýja og óþægilega tegund af svæðanuddi sem beddinn minn var að bjóða upp á, sem endaði með því að ég svaf með fæturna út úr og höfuðið á stól til þess að forðast ágengt nuddið(lesist marbletti). Formlega hófst mótið í Gautaborg ekki fyrr en á mánudeginum þannig að þennan fyrsta eftirmiðdag eyddum við í að skoða Gautaborg, sem er gullfalleg.

Mánudagurinn var æfintýri!!!!:) Við byrjuðum á því að spila á litlu útisviðið í smá rigningu, sem var í lagi þar sem það var samt heitt úti, en það sem var aftur á móti ekki í lagi var að það var enginn að hlusta á okkur:( Jæja, það var þó góð æfing fyrir keppnina, sem var daginn eftir. Á mánudagskvöldinu var haldin opnunarhátíð sem átti að byrja með rosalegri skrúðgöngu um borgin sem átti að hefjast kl 19:30. Mæting var í srúðgarð bæjarins kl 19:00 og þurftum við að ganga niðreftir......í úrhellisrigningu. Eftir ýmsar tafir lögðum við af stað í skrúðgönguna, í þessarri líka klikkuðu rigningu og marseruðum sem leið lá, í pollum upp á ökla, á svæðið þar sem hátiðin var haldin, ekki var mikil löngun í liðinu til þess að standa lengur úti í rigningunni og horfa á hátíðarhöldin, þannig að við fórum inn að hlýja okkur og úr blautu fötunum.....úfffff. Ég hef persónulega aldrei lent í öðru eins!!!! Krakkarnir voru bara farnir að hlæja út af veðrinu, þetta var orðið svo fáránlegt og við svo fáránlega blaut, það þurfti meðal allars að vinda reglulega úr íslenska fánanum sem fánaberinn okkar var með, þar sem hann varð svo rosalega þungur vegna bleytu.

Þriðjudagurinn gekk vel. Við spiluðum ótrúlega vel í keppninni(þrátt fyrir nokkrar vatnsskemmdir á hljóðfærum frá deginum áður) og heldum upp á það með því að eyða restinni af deginum í Liseberg rússibanagarðinum. Og það var nú gaaaaman!!!

Miðvikudagur hófst á spilamennsku í Liseberggarðinum sem tókst vel. Um kvöldið var svo lokahátið mótsins og var það mikið stuð....við hefðum kannski notið þess betur hefði þetta verið í almennilega loftræstu húsi, þar sem það var mjög heitt úti vorum við að kafna inni....

Fimmtudag brunuðum við aftur til Köben og tékkuðum okkur inn á Amager farfuglaheimilið. Það var soldið út úr, en gott samt, þar sem góðar almenningssamgöngur eru alltaf lykill!!! Seinni partinn klöppuðum við dýrunum í Zoologischehafen Köbenhavn. Mér finnst alltaf jafn gaman í dýragörðum, kannski full gaman þar sem mér var kurteislega bent á það að ef ég hætti ekki sel-eftirhermu minni yrði mér kannski ekki hleipt aftur út úr garðnum....

Föstudag og laugardag spiluðum við tvo konserta, annan við 12 tóna og hinn í Magasin Du Nord, báðir tókust lista vel. 12 tónar voru það yndislegir að leyfa okkur að koma og spila fyrir utan hjá þeim í geggjaða veðrinu þar sem að embassí-ið í Köben hafði gefið okkur langt nef(nánast dónalega). Auðvitað kíktum við í Tívolí í Köben, og mín skellti sér í nýju hringekkjuna. Góðu guuuuuð, þeð var geggjun sem ég geri ekki aftur! Takk samt Gunnhildur, frænka hans Andrésar, fyrir að halda í hendina á mér.

Á föstudeginum var ég reyndar orðin lasin, en hékk hress til sunnudagsmorguns þegar ég gafst upp fyrir pestinni.

Laugardagskvöldið flugum við heim og eftir að hafa rótað öllu dótinu upp í tónlistarskóla brunaði ég í brúðkaup til Lindu og Jóns Tryggva. Var svo heppin að ná í rassinn á veislunni og náði því líka að hitta á brúðhjónin sjálf.

Ferðin var heilmikið púl og vinna, en rosalega skemmtileg. Við vorum það heppin í ferðinni að vera með mjög gott lið af fararstjórum sem að heldu vel utan um allt saman. Það vel að við Kjartan(slagverkskennari) gátum stungið af á pöbbinn og horft á HM leikina á kvöldin, það bjargaði alla vega minni sálarheill!!!!!

2 Comments:

At 10:25 AM, Anonymous Anonymous said...

úúú Helga mikið stendurðu þig vel! Takk ;)

Kerla

 
At 10:49 PM, Anonymous Anonymous said...

Bylgja fyrir Helgu!!!!

 

Post a Comment

<< Home