17 dagar
Jamm, þetta styttist. Það er lítið hugsað um aðra hluti en það sem viðkemur húsinu. Í hvert skipti sem við keyrum framhjá búð er snarhemlað og hlaupið inn og stolið nokkrum pappakössum. Það er líka búið að sanka að sér öllum litakortum frá öllum málningarfyrirtækjum landsins, hvaða litur á að vera í stofunni, svefnherberginu, herbergjunum niðri...aaaaaa. Svo eigum við ekki nóg af húsgögnum í allt þetta pláss, það vantar sófa og eldhúsborð og...... Jamm, ef þið rekist á mig eitthvað á næstunni og ég tala ekki um neitt annað við ykkur, þá biðst ég hér með fyrirgefningar. Ég skal bæta ykkur það upp síðar með ferð í pottinn!!!!!

Þetta herbergi erum við ekki alveg viss um hvort við eigum að mála eða hafa bara svona!!?!??!?!?!?!?!?!