Þýskaland, Austurríki, Sviss, Lichtenstein og Ítalía....á 10 dögum

Við byruðum á því að heimsækja Ástu og Brynjar í Munchen. Það var æðislegt að sjá þau aftur og leitt að geta bara verið með þeim í stuttan tíma þetta skiptið, það er verið í því að vinna að skutlast aftur út til þeirra. En...í Munchen var farið í góðan göngutúr um miðbæinn, AugustinerBrauerei heimsótt og nokkrum þungum krúsum lift þar. Þrátt fyrir að hafa stútað nokkrum fljótandi brauðsneiðum þá urðum við að heimsækja Úber sushistað sem að þau hjónakornin vissu um. Það var einn beeesti sushi staður sem ég hef farið á og það sem gerði hann svona geggjaðan var að hann er "all you can eat"!!! Morguninn eftir var vaknað snemma til þess að versla og keyra svo af stað og nota bene....það var verslað!!

Námskeiðið gekk vel og ég fekk að spila heilan helling og fekk einnig góða tilsögn sem nýtist vel. Ég saknaði reyndar hennar Ástu þar sem meðleikarinn var ekki upp á marga fiska(eiginlega bara fiskalaus..), en ég fekk mikið út úr þessu. Bærinn sem við gistum í var geggjaður, alveg ótrúlega fallegur. Hann er staðsettur í 2000m hæð, algert æfintýri að komast upp í hann, það gerir þú annað hvort með því að keyra ótrúlegan veg(sem er bara opin umferð annað hvort bara upp, eða bara niður þar sem hann er svo mjór) eða með kláfi.