Friday, August 18, 2006

Og hvað er með allar þessar beljur???? Og með þetta líka stórar bjöllur á sér! Mér leið bara eins og Heidi, nema hvað ég er ekki með neinar fléttur.
Eftir námskeiðið var klifrað niður alpatindana og keyrt í gegnum Gotthardgöngin til Ítalíu. Ótrúlegri göng hef ég ekki farið, 18km!!! Á Ítalíu var byrjað á Milanó. Afskaplega sjarmerandi borg og kannski enn meira sjarmerandi þar sem hitinn var 27C og borgarbúar allir farnir í frí út úr borginni. Duomo var líka pökkuð inn vegna viðgerðar, en hún var pökkuð inn í Madonnu/H&M auglýsingu...???? En við Andrés áttum samt svo sannarlega rómantískan tíma í Mílanó. Skoðuðum kastalann og söfnin þar inni og settumst svo á bekk við kastalann, með freyðivín og tvö glös, og drukkum og horfðum á mannlífið. Við áttum reyndar svipað kvöld kvöldinu áður, þar sem við vorum með stórkostlega Baraolo rauðvínsflösku og rómantískan harmonikkuleikara í för.

Eftir Milanó var skellt sér til Gardavatns, nánar tiltekið Sirmione. Og ég segi bara, ef þið ætlið til Gardavatns, þá gistið þið hér! Þar hittum við fyrir Ingigerði og Sigtrygg, vinafólk okkar. Þau höfðu komið til bæjarins tveimur dögum áður og voru því búin að skanna nágreinnið. Við Andrés vorum því mjög heppin því við fengum afar góða útlistingu á nágrenninu á meðan við hjóluðum(jamm við leigðum okkur hjól) um bæinn. Við Garda var nóg að gerast. Rómverskar rústir skoðaðar(af mörghundruð ára gömlum sumarbústöðum!?!??!!), bátur leigður og siglt um vatnið, haldið mót í minigolfi og borðtennis(ég þokkalega rústaði þeim í minigolfinu)góð vín drukkin og áfengar sveskjur borðaðar......í morgunmat?!? Það sem mér fannst reyndar standa uppúr var ferðin til Verona. Verona borg er falleg og það virðist sem að aðalaðdráttarafl hennar á sumrin sér Arena di Verona. Þar vorum við búin að panta okkur miða á uppfærslu af Aidu í leikstjórn Franco Zefferelli. Við mættum snemma til þess að skoða borgina en gerðum ekki mikið annað en að fá okkur kvöldmat, kaupa okkur rauðvín til þess að fara með inn á leikvanginn og svo horfa á þessa stórkostlegu sýningu. Söngvararnir voru ótrúlega góðir, sviðsmyndin geggjuð og ég verð með króníska gæsahúð það sem eftir er þegar ég hugsa til þessa alls. Það þurfti reyndar að stöðva sýninguna í loka fjórða þáttar þar sem hann brast á með þrumum, eldingum og rigningu. Það var ótrúlegt að sjá hljómsveitina hlaupa þegar þau fundu fyrstu dropana, svona snöggan og góðan flótta mætti hvaða slökkviliðsmaður vera stolltur af. Hér erum við Andrés á Arenunni.


Á þriðjudaginn brunuðum við Andrés svo norður til Munchen til þess að fljúga heim, sæl eftir stórbrotna ferð.

2 Comments:

At 10:58 PM, Anonymous Anonymous said...

Gaman að lesa ferðasöguna Helga. Gaman að sjá að þið kunnið að njóta lífsins :)

Kerla

 
At 9:43 AM, Anonymous Anonymous said...

Æðisleg ferð!

EBA

 

Post a Comment

<< Home